Nýr útreikningur fyrir yfirborðsréttingar
Hver er munurinn á „gömlu" og „nýju" útreikningum fyrir yfirborsréttingar?
Áður bjó notandinn við takmörk þegar lýsa átti skemmdum í kerfinu, aðeins var hægt að tilgreina stöðu aðgengis (að bakhlið tjóns) og tjónsflötinn.
Tímarannsóknir okkar hafa sýnt að tjón eru yfirleitt lagfærð utan frá sem gerði að verkum að gamla leiðin við að lýsa tjóninu var úrelt og því ekki lengur fullnægjandi. Nú hafa bæst við nokkrar breytur til þess að lýsa tjóninu betur.
Kerfið reiknar nú einnig réttingatíma fyrir ál.
Áður var aðeins hægt að reikna réttingar á grundvelli stöðu án þess að kerfið vissi um hvaða hluta þær snerust. Réttingar eru nú reiknaðar út á hvern varahlut. Hér er um að ræða sömu meginregluna og við plastviðgerðir.
Hvað verður við um útreikninga sem eru þegar til?
- Útreikningar sem eru þegar til (búnir til fyrir útgáfu 21.11, fyrir 27. nóvember 2021) og innihalda réttingar sem eru bundnir við „eldri" útreikning réttinga, jafnvel þótt öll áður valin réttingaverkefni séu fjarlægð.
- Útreikningar eru þegar til og innihalda EKKI réttingar nota „nýja" útreikninginn fyrir réttingar, séu þær valdar.
- Útreikningar eru þegar til (búnir til eftir útgáfu 21.11, 27. nóvember 2021 eða síðar) nota „nýja" útreikninginn fyrir réttingar, séu þær valdar.
Hvernig á að fá upp nýja gluggann fyrir réttingar?
Þú opnar stöðu til að bæta við réttingaverkefni með því að tvísmella í dálkinn „Yfirborðsrétting“ í viðkomandi stöðu eða með því að tvísmella á stöðuheitið.
Í þessari útgáfu hefur réttingaflipinn verið fjarlægður og er aðeins til fyrir „gömlu" reikningsaðferðina.
Í opnaðri stöðu velurðu núna varahlutinn sem þú vilt gera við með því að hægrismella á varahlutatextann...
…eða með því að hægrismella á þrívíddarmynd varahlutarins…
… og velja „Yfirborðsrétting“
Hvernig virkar nýi aðgerðaglugginn fyrir yfirborðsréttingar og hvað er hægt að gera þar?
Byrjað er á því að tilgreina úr hvaða efni varahluturinn er.
Kerfið reiknar út mismunandi viðgerðartíma mismunandi efna eftir því hvað tilgreint er.
Næsta skref er að tilgreina skemmda flötinn sjálfan (EKKI flötinn sem talið er að þurfi að þekja með sparsli við viðgerðina).
Hæð og breidd tjónaflatar skal tilgreind í sentimetrum. Kerfið reiknar beint út og sýnir stærð flatarins (í dálknum „Yfirborð (dm2)" (græn ör fyrir neðan). Ekki lengur hægt að tilgreina tjónaflötinn handvirkt.
Þú getur nú tilgreint aðrar breytur sem geta haft áhrif á viðgerðartímann. Þessar breytur eru:
Nuddtjón - valið ef tjónið breytti ekki formgerð plötunnar.
Brot - valið ef tjónið hefur orðið í/við „venjuleg" brot eða flókin hönnunarbrot (hámarksfjöldi = 5)
Mátun- tilgreint ef fella þarf að hámarki þrjá aðliggjandi hluti að tjónafletinum á meðan viðgerð fer fram
Grjótvörn - valið ef tjónflöturinn er þakinn grjótvörn
Grunnmálning - valið ef bílframleiðandinn krefst þess að flöturinn sé grunnaður áður en sparslað er
Að lokum er valið hvort taka þurfi hlutinn af ökutækinu til að geta gert við hann.
ATHUGIÐ! Þessi aðgerð sýnir aðeins kynningu á helstu þáttum stöðunnar!
Sé lagfæringu lokið við tjónaflötinn er hægt, ef nauðsyn krefur, að bæta við nýjum línum. Nýjum línum er bætt við á nákvæmlega sama hátt og áður, smellt er á línutáknið með plústákninu.
Er hægt að fá aðstoð sé eitthvað óljóst í svarglugganum um réttingar?
Samhliða nýju réttingunni í CABAS höfum við búið til nýjar og öflugar notendaleiðbeiningar. Það þýðir að hægt er að smella á viðeigandi heiti í viðmótinu (dæmi: rauðar örvar hér að neðan) og fara beint í réttan kafla notendaleiðbeininganna.
Ef þú vilt lesa notendaleiðbeiningar í heild sinni má áfram smella á tákn þeirra (blá ör undir).
Hvernig á að fara í nýja svargluggann fyrir yfirborðsréttingar á ný?
Ef þú þarft að breyta einhverju eða bæta við fyrra val má fara aftur í aðgerðaglugga réttinga með því að tvísmella á „X" í dálknum „Réttingar" í aðgerðaglugganum og svo...
…að tvísmella á varahlutinn í varahlutaglugganum…
…eða tvísmella í aðgerðagluggann (opin aðgerð) í réttingalínunni og fullgera það sem þarf
Hvernig er niðurstaða útreiknings kynnt eftir innleiðingu nýrrar reikniaðferðar fyrir Réttingar?
Gildandi sundurliðanir sem nýja fyrirkomulagið á réttingum hefur áhrif á eru samantekt og verklýsing.
Samantektin sýnir réttingaverkefni eins og áður með einingum, sundurliðun og kostnaði:
Verklýsingin er komin með nýtt útlit. Nú er hver tjónaflötur sýndur með stærð og einingum (stig aðgengis er ekki til staðar). Hafi einingar verið skráðar handvirkt er það merkt með neðanmálsgrein 2 (tímasett handvirkt/innsettur tími):
Kerfið heldur nú utan um sérstaka sundurliðun fyrir réttingavinnu (sundurliðun réttinga). Þar kemur fram allt val og aðgerðir í tengslum við hvern tjónaflöt. Tímarnir eru skráðir á hvern tjónaflöt og teknir saman á hvern varahlut. Hafi tími verið skráður handvirkt er hann merktur
Mikilvægt! Eina leiðin til að prenta út nýju leiðbeiningarnar fyrir yfirborðsréttingu er með því að smella á prenttáknið við leiðbeiningar (rauð ör fyrir neðan).
Við munum bæta þeim möguleika við aðrar sem þú munt fá þegar þú prentar kostnaðaráætlun með öllum aðgerðum í næstu útgáfu.