Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Deutsch
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
  • Lietuvių
CAB
Meny
Stäng

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR í NÓVEMBER 2021

Með þessari útgáfu kynnum við nýja útreikningsaðferð fyrir réttingar og möguleikann á að gefa til kynna stöðu ökutækisins hvað varðar aksturshæfni. Uppfærslurnar snúast að öðru leyti einkum um „duldar“ uppfærslur, svo sem lagfæringar á hugbúnaðarvillum, bættan stöðugleika og betri vinnslu

Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CABAS með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.

Samantekt á útgáfuupplýsingum fyrir nóvember

  • CABAS: Ný útreikningsaðferð fyrir réttingar
  • CABAS: Nýr reitur til að skrá akstursgetu ökutækja

CABAS: Ný útreikningsaðferð fyrir réttingar

Með þessari útgáfu höfum við búið til nýja útreikningsaðferð fyrir réttingar. Þannig fá notendur CABAS verkfæri til að lýsa betur skemmdum á fleti sem lagfærðar verða. Í nýja svarglugganum fyrir réttingar býður kerfið upp á nokkrar nýjar breytur sem ná betur utan um tímaþætti viðgerðanna.

Þú færð ýtarlegri upplýsingar um hvernig kerfið virkar og hvernig unnið er með nýju reikniaðferðinni með því að smella á þennan tengil:

Nýr útreikningur fyrir yfirborðsréttingar

CABAS: Nýr reitur til að skrá aksturhæfni ökutækja

Við höfum bætt við þeim möguleika að lýsa aksturhæfni ökutækisins í flipanum Tjón“. Tryggingafélög þurfa þessar upplýsingar til þess að geta afgreitt umsóknir um bílaleigubíla eða bætur vegna stöðvunartíma.

© Copyright 2024 CAB Group