Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
MEPS
Felligluggi
Loka

Knowledge,
Optimized

Loftslagsreiknivél MEPS

Loftslagsreiknivél MEPS er fyrsta kerfisþjónustan á Norðurlöndum sem reiknar sjálfkrafa út lofslagsáhrif viðgerða á fasteignum. Fyrirtæki geta nýtt niðurstöðurnar sem hluta af innra starfi að aukinni sjálfbærni.

Hver eru loftslagsáhrif viðgerða?

Loftslagsreiknivél MEPS sýnir útreikning koltvísýringsígilda í hverri verkbeiðni í MEPS, á grundvelli niðurstaðna útreikningsins. Hægt er að skoða koltvísýringsígildi fyrir mismunandi hluta verkefnisins: efnisþörf, orkunotkun, farþegaflutninga og flutninga á efni.

Grunngögnin sem loftslagsútreikningarnir byggja á koma frá sænsku Umhverfisrannsóknastofnuninni (IVL). Í samráði við stofnunina hefur gagnavinnslusvið MEPS ákvarðað hvernig staðið skuli að loftslagsútreikningum. Gildi sem notuð eru við útreikninga loftslagsáhrifa í MEPS eru uppfærð daglega í samræmi við grunngögn IVL um loftslagsáhrif.

Hvernig geta loftslagsgögn nýst?

Á heildina litið geta loftslagsgögn aukið skilning okkar á lofstlagsáhrifum af viðgerðum á fasteignum. MEPS afhendir almenn gögn, sem má líta á sem verkfæri sem nýtist í innra stafi fyrirtækja að sjálfbærni. Þetta gerir notandanum kleift að taka upplýstar ákvarðanir í ýmsum rekstrartengdum málum.

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um Loftslagsreiknivél MEPS

Viltu vita meira um Loftslagsreiknivél MEPS? Hafðu samband í gegnum netfangið meps@cabgroup.is

© Copyright 2024 CAB Group