MEPS er bæði reiknivél og þjónustukerfi vegna bygginga sem hjálpar þér að tæknivæða og einfalda vinnudaginn. Fáðu uppbyggingu í áframhaldandi verkefnum, einföld og rekjanleg samskipti við undirverktaka sem einfalda tilboðsvinnuna.

Stöðugt flæði pantana
MEPS auðveldar þér að fá ný verkefni - þú ert í langtíma-samstarfi við viðskiptavini þína og færð stöðugt flæði pantana. Leiðandi tryggingafélög í Svíþjóð eru með MEPS sem staðlað kerfi fyrir tjónamál fasteigna, sem gefur þér sem MEPS notanda samkeppnisforskot. Sama á við um verkefni frá fasteignafélögum þar sem æ fleiri krefjast þess að MEPS verði notað af sínum verktökum. MEPS virkar frábærlega í einkaframkvæmdum - einstaklingar kunna venjulega að meta skýrt framsettar skýrslur.
Fáðu greitt fyrir það sem þú framkvæmir
Með MEPS þarftu ekki lengur að vinna með áframhaldandi, óvissa útreikninga. Þess í stað færðu greitt fyrir hvern verkþátt sem þú framkvæmir, ekki tímann sem það tekur að klára verkið. MEPS skilar mældum verkeiningum sem ákvarða vinnumagnið og þú færð greitt í samræmi við samninginn sem þú hefur gert við viðskiptavininn. Þú þarft ekki að eyða óþarfa tíma í verðviðræður og getur unnið, skilvirkt og aukið þína arðsemi.
Einfaldara samstarf við undirverktaka
Hægt er að eiga hnökralaus samskipti við undirverktaka og iðnaðarmenn sem vinna í greininni. Deildu verkefnum, spjallaðu og safnaðu gögnum um verkefnið á einn stað þar sem allir aðilar hafa aðgang að því.
Greining á fyrri verkefnum
MEPS birtir gögn sem gefa möguleika á greiningu og eftirfylgni fyrri verkefna. Þannig sérð þú afkomu þína og hvar hægt er að skipuleggja betur til auka frekari skilvirkni.
Vefbundið kerfi
Þar sem MEPS er á vefnum hefurðu alltaf aðgang að nýjustu útgáfunni. Þú þarft ekki að hlaða niður eða setja upp neitt. MEPS er hægt að nota í tölvu, fartölvu, spjaldtölvu og farsíma. Þú getur því skjalfest vinnuna á skrifstofunni jafn vel og með farsímann úti á vettvangi.
Ókeypis prufuáskrift og hjálp að byrja
Fyrstu þrjá mánuðina geturðu notað MEPS þér að kostnaðarlausu. Þú munt einnig fá kynningu á MEPS af fróðum vörusérfræðingum okkar. Kynningin fer fram í gegnum síma eða á netinu og þú bókar hana á sama tíma og þú leggur inn pöntun fyrir prufutímann. Þú færð líka aðgang að kynningarmyndböndum sem sýna hvernig þú getur byrjað fljótt með MEPS.
Þú pantar prufutímabilið í gegnum Panta MEPS hnappinn á þessari síðu. Fyrstu þrír mánuðirnir eru ókeypis. Eftir það velur þú sjálfur hvort þú vilt segja samningnum upp.
MEPS Verðslist 2023
Grunnkerfi | ISK |
---|---|
Árgjald MEPS¹ | 254 000 |
Árgjald hvers notenda | 32 300 |
Skýrslugjald á hvert tjón² | 920 |
Skýrslugjald á hvert tjónamat | 0 |
Skýrslugjald á hvern fasteignastjóra | 0 |
Skýrslugjald á hvern einkaaðila | 0 |
Skýrslugjald á Floor Plan Creator³ | 520 |
Árgjald á hvert "dóttur"félag⁴ | 115 700 |
Öll verð eru án VSK. ¹Innifalið hjá notenda. ²Kostnaður reiknast þegar verkefni er samþykkt af tryggingafélagi ³Kostnaður reiknast þegar verkefni er stofnað í Floor plan creator |