Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Deutsch
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
  • Lietuvių
CAB Group
Felligluggi
Loka

Stefna um vefkökur

Við hjá CAB Group AB og dótturfyrirtækinu CAB Healthcare AB notum greiningar- og aðgerðakökur á vefsetri okkar til að notendur fái sem besta reynslu af því.. Við notum vefkökur meðal annars til að einfalda vefsetrið og aðlaga það að þörfum, valkostum og áhugasviði notandans. Hér á eftir skýrum við nánar hvernig við notum kökur og hvaða valkosti þú getur nýtt þér fyrir kökurnar á vefsvæðinu okkar.

Þegar CAB Group notar kökur getur sú notkun falið í sér vinnslu persónuupplýsinga um notandann. Þú getur kynnt þér nánar hvernig við vinnum með persónuupplýsingar í persónuverndarstefnu okkar.


Hvað eru kökur?

Kökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á borðtölvu þinni, í símanum eða spjaldtölvunni (sameiginlega nefndar „tölva“). Kökunum er komið fyrir af okkur eða af einhverjum samstarfsaðila okkar og gera okkur kleift að framkvæma grunnaðgerðir á vefsvæðinu en þær innihalda einnig upplýsingar sem auðvelda okkur að bæta reynslu notenda af vefsvæðinu.

Kökur hafa mislangan líftíma. Langtímakökur vista skrá á tölvunni þinni í tiltekinn tíma. Að þeim tíma liðnum er kökunum eytt úr tölvunni og þær verða svo búnar til aftur næst þegar þú heimsækir vefsvæðið. Hin gerðin kallast lotukökur en þær eru aðeins geymdar í minni tölvunnar á meðan þú ert að nota vefsvæðið. Lotukökum er eytt þegar vafranum er lokað.


Hvers vegna notum við kökur?

Við notum kökur til að auðkenna þig sem einkvæman notanda og auðvelda þér um leið að nota vefsvæðið. Kökur sjá til þess að vefsvæðið geti munað kjörstillingarnar sem þú notaðir til að þú þurfir ekki að endurtaka valið í hvert sinn sem þú notar vefsvæðið. Kökur eru einnig notaðar til að safna tölfræðilegum upplýsingum og öðrum upplýsingum um fjölda notenda á vefsvæðinu og þær vefsíður sem þeir fara á. Þessar tölfræðiupplýsingar gegna veigamiklu hlutverki í þróunarstarfi okkar fyrir vefsvæðið.


Hvers konar kökur notum við?

Við höfum skipt vefkökum í tvo mismunandi hópa (nauðsynlegar/aðgerðakökur og greiningarkökur), eftir því í hvaða tilgangi þær eru notaðar, til að fræða þig um kökurnar sem við notum á vefsvæðinu, og auðvelda þér þannig að stjórna því hvaða kökur má nota þegar þú notar vefsvæðið okkar.


Nauðsynlegar kökur/aðgerðakökur

Tilteknar kökur eru nauðsynlegar til að hægt sé að bjóða upp á ýmsar aðgerðir á vefsvæðinu. Þetta eru kökur sem við notum til að vefsvæðið virki rétt og það er ekki hægt að loka fyrir notkun þeirra í kerfinu okkar. Þær eru yfirleitt vistaðar í kjölfar aðgerða sem þú framkvæmir og sem fela í sér beiðni um þjónustu, t.d. persónuverndarstillingar, innskráningu eða að fylla út eyðublöð.

Kökur

Notist fyrir

Vistun

JSESSIONID (aðgerðakökur)

Vefsvæði sem byggir á SiteVision notar lotukökur sem kallast „JSESSIONID“ til að auðkenna innskráða notendur og tryggja nauðsynlegar heimildir. Kökurnar eru búnar til af vefþjóninum Tomcat og notaðar til að tengja notandann við lotu. SiteVision notar síðan lotuna í margskonar tilgangi sem tengist notandanum. (SiteVision)

Lota

sv-uts (aðgerðakökur)

Langvarandi kökur „sv-uts“ sem eru geymdar í 1 ár í þeim tilgangi að tengja notandann sjálfkrafa við fyrri heimsóknir á vefsvæðið. Notaðar til að sníða innihaldið á síðunni að þörfum notandans. (SiteVision)

1 ár

SiteVisionLTM (aðgerðakökur)

Í SiteVision skýinu er einkvæma kakan SiteVisionLTM notuð. Hún stillir álagsjafnvægi í því skyni að stjórna því hvaða bakgrunnsþjóni biðlarinn á að tengjast. (SiteVision)

Lota

Cookienotification (aðgerðakökur)

Stilling sem er valin þegar notandi samþykkir kökur, notuð til að fylgjast með því að notandi hafi samþykkt kökur. (SiteVision)

Lota

accptCookie (aðgerðakökur)

Stilling sem er valin þegar notandi samþykkir kökur, notuð til að fylgjast með því að notandi hafi samþykkt kökur. (SiteVision)

1 ár



Greiningarkökur

Slíkar kökur veita upplýsingar um með hvaða hætti vefsvæðið er notað og gerir kleift að viðhalda, keyra og bæta upplifun notandans.

Kökur

Notist fyrir

Vistun

sv-web-analytics greining

Sitevision vefgreining (Matomo)


mtm_consent, mtm_consent_removed

Fylgist með því hvort notandi samþykkir eða ekki (Matomo)

30 ár

mtm_cookie_consent

Fylgist með því hvort notandi samþykkir vefkökur eða ekki (Matomo)

30 ár

_pk_id

Fylgist með ákveðnum upplýsingum um notandann, svo sem auðkenni hverrar einstakrar heimsóknar (Matomo)

13 mánuðir

_pk_ref

Notuð til að vista tilvísunarupplýsingar um hvernig notandi fann vefsetrið (Matomo)

6 mánuðir

_pk_cvar, _pk_ses, _pk_hsr

Bráðabirgða vefkaka sem vistar tímabundnar upplýsingar um notandann (Matomo)

30 mínútur

 

Samþykki og þín meðhöndlun á kökum

Samkvæmt lögum um rafræn samskipti verða allir sem nota vefsvæði þar sem notaðar eru kökur að fá upplýsingar um það og um notkun á kökum. Gesturinn verður einnig að samþykkja hvernig vefkökur eru notaðar. Þetta á við um allar vefkökur nema þær sem tengjast nauðsynlegum aðgerðum. Þú samþykkir notkun CAB Group á kökum á borðanum sem birtist í fyrsta sinn sem þú ferð inn á þá vefsetur okkar sem þessi stefna um vefkökur nær til.

Með því að breyta stillingum í vafranum þínum eða tækinu þínu getur þú einnig stjórnað notkun og umfangi á kökum, fengið upplýsingar um þær kökur sem eru vistaðar og eytt vistuðum kökum. Farðu í stillingarnar á vafranum eða í tölvunni til að kynna þér hvernig á að breyta stillingum fyrir kökur. Þú getur til dæmis valið að loka alveg fyrir kökur, að samþykkja aðeins sumar kökur eða að eyða kökum í hvert sinn sem vafranum er lokað.

Hafðu í huga að ef lokað er fyrir kökur eða þeim eytt er hugsanlegt að einhverjar aðgerðir á vefsvæðinu virki ekki sem skyldi.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi notkun okkar á kökum er þér velkomið að hafa samband við okkur.

© Copyright 2024 CAB Group