Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
MEPS
Felligluggi
Loka

Hagkvæmt samstarf
og ítarlegir útreikningar

MEPS tengsladagar milli Íslands og Svíþjóðar

Á hinum vaxandi markaði á Íslandi er mikill áhugi á að fræðast meira um MEPS. CAB bauð því íslenskum og sænskum viðskiptavinum á tengsladaga þar sem byggingaverktakar og tryggingafélög ræddu saman hvernig MEPS getur hagrætt tjónaferlum vegna framkvæmda.

Samanburður á milli markaða

Á sænska markaðnum hefur MEPS lengi verið staðlað kerfi fyrir byggingartjón og hefur marga reynslumikla notendur. Á Íslandi hefur MEPS verið notað frá árinu 2021 og fjöldi tengdra fyrirtækja er stöðugt að aukast. Íslensku notendurnir hafa verið fljótir að tileinka sér kerfið og höfðu margar spurningar um hvernig sænskir MEPS notendur hefur tekist að hagræða ferlum með samskiptum, skjölum og gagnsæi í MEPS. Bæði verktakar og tryggingafélög ræddu um þátt sinn í MEPS í sænska tjónaviðgerðarferlinu.

- Þetta var virkilega góð ráðstefna og gaman að hitta starfsfólk MEPS, segir Jónas Bjarni Árnason sem er húsasmíða- rafvirkjameistari hjá Afltak. Einnig var mjög gagnlegt að hitta aðra verktaka sem starfa í þjónustu við tryggingafélög á sænska markaðnum. Til dæmis ræddum við meðal viðgerðartíma á hverja tjónstilviki. Einnig var farið yfir aðferðir við útreikninga og skoðanir.

-Á ráðstefnunni fengum við dýrmæta innsýn á ýmsa þætti MEPS, þar á meðal virkni þess við útreikninga, samskipti og meðhöndlun skjala. Þá lærðum við einnig um mikilvægi MEPS í tjónaferlinu, t.d. hvernig kerfið getur aukið hagkvæmni og bætt þjónustu við viðskiptavini sagði Fjölnir Daði Georgsson, forstöðumaður Eignatjóna hjá TM

Vöruþróun á norrænum vettvangi

Á tengsladögum ræddu þeir Anders Melkersson og Johan Öjdemark um áherslur CAB á MEPS sem norrænt tjónastjórnunarkerfi. Við upplýstum um núverandi aðgerðir og þær sem eru fyrirhugaðar í framtíðinni. MEPS Loftlagsútreikningar, sem kom út á markaðinn á Íslandi í maí, var meðal annars nefndur. MEPS loftslagsútreikningur reiknar út kolefnisspor tjóns í koldíoxíðígildum. Lesið meira hér

Við hjá CAB lærum jafnmikið og MEPS notendur á tengsladögum okkar. Innsýn í vinnubrögð viðskiptavina hjálpar okkur í vöruþróun og styrkir aðstæður fyrir skilvirka ferla í norrænum vettvangi.

© Copyright 2024 CAB Group