Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Deutsch
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
CAB
Meny
Stäng

Útgáfuupplýsingar CAB Plan, Febrúar 2021

Febrúarútgáfa CAB Plan inniheldur fjölmargar endurbætur og nýja eiginleika. Meðal annars höfum við gert það auðveldara að endurskipuleggja verkefni og gefa til kynna ástæðuna fyrir breyttum afhendingardegi viðskiptavinarins.

Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CABAS með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.

Samantekt á útgáfuupplýsingum í Febrúar

CAB Plan: Afritun upplýsinga
CAB Plan: Sjálfvirk myndun númers á verkbeiðni
CAB Plan: Nýjar upplýsingar á upphafssíðu
CAB Plan: Bætt síun verka í flæðisskjá
CAB Plan: Tilgreinið ástæðu breytingar á afhendingardegi
CAB Plan: Ný sía í áætlun þar sem öllum fyrri verkum er lokið
CAB Plan: Auðveldara að endurraða verkefnum

CAB Plan: Afritun upplýsinga

Nú er hægt að afrita nokkrar upplýsingar úr málinu sem síðan má líma inn í önnur kerfi. Upplýsingar sem hægt er að afrita eru skráningarnúmer og athugasemdir viðskiptavinar og um viðgerð. Afritað er með því að hægrismella á upplýsingar og velja „Afrita”.

CAB Plan: Sjálfvirk myndun númers á verkbeiðni

Cab Plan getur nú stofnað einkvæmt númer verkbeiðni fyrir viðgerðarmálið. Þetta er virkjað með því að velja „Sjálfvirkt númer verkbeiðni" í stillingum fyrirtækisins. Þá verður nýtt númer verkbeiðni stofnað fyrir hvert nýtt viðgerðarmál. Sé númer verkbeiðni þegar í útreikningi tengdum málinu verða þessar upplýsingar notaðar fyrst. 

CAB Plan: Nýjar upplýsingar á upphafssíðu 

Upplýsingarnar á upphafssíðu CAB Plan hafa verið auknar svo hægt sé að sjá hve margir tæknimenn séu með skráða fjarvist og einnig hve margir núverandi tæknimenn eru ekki með verk í vinnslu þessa stundina.

Að beiðni notenda okkar hefur upplýsingunum „Tilbúið til afhendingar" einnig verið breytt svo hægt sé að sjá öll ökutæki sem eru tilbúin til afhendingar og ekki bara þau sem hafa verið tilbúin í dag.

CAB Plan: Bætt síun verka í flæðisskjá

Ef stofnuð er sía til að birta mál með tiltekinni stöðu fyrir tiltekna deild eða aðföng birtast aðeins þau mál sem hafa einmitt þá tilteknu stöðu fyrir þá deild eða aðföng. Sem dæmi má nefna að þú viljir sjá öll mál sem eru í gangi í málningardeildinni. Áður voru sýnd öll mál þar sem starf var í gangi og þar sem einnig var bókað eða fyrirhugað verk í málningardeildinni.

Stöðunni Hætt við" hefur einnig verið bætt við sem valmöguleika. Áður voru öll stöðvuð verkefni sýnd ef staðan „Hlé" var valin.

CAB Plan: Tilgreinið ástæðu breytingar á afhendingardegi viðskiptavinar

Sé lofuðum afhendingardegi viðskiptamanns breytt í máli er hægt að velja ástæðuna fyrir breyttri dagsetningu. Annað hvort velur þú eina af fyrirfram ákveðnum ástæðum eða getur valið „Annað" og skrifað síðan eigin athugasemd.

Þegar dagsetningu hefur verið breytt í máli er það sýnt með tákni við dagsetningu málsins og einnig í flæðiyfirliti. Ef smellt er á táknið má sjá yfirlit yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar.

Einnig er hægt að stofna skýrslu með öllum breytingum á dagsetningum sem gerðar hafa verið á tilteknu tímabili sé beðið um tölfræði yfir það. Þá skýrslu er hægt að flytja út sem csv-skrá til notkunar í Excel.

CAB Plan: Ný sía í áætlun þar sem öllum fyrri verkum er lokið

Við fyrri útgáfu var bætt við áætlun síu sem sýndi verk þar sem fyrri vinnslu var lokið. Við höfum samkvæmt beiðnum bætt við einni síu enn sem sýnir störf þar sem öllum fyrri verkefnum er lokið.

CAB Plan: Auðveldara að endurskipuleggja verkefni

Sé ver þegar í gangi í mál er nú auðvelt að bóka eða endurskipuleggja það sem ekki er lokið við. Síðan er valin ný dagsetning í dagatalinu frá því þegar bóka á verk sem eftir eru eða áætluð og að því búnu smellt á hnappinn „Leita og bóka" eða „Leita og skipuleggja". Öll verk sem fylgja í framhaldi af síðasta verkinu sem hafið er verða síðan bókuð eða endurskipulögð. 

© Copyright 2024 CAB Group