Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Deutsch
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
  • Lietuvių
CAB
Meny
Stäng

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR, JÚNÍ 2022

Í júníútgáfunni kynnum m.a. til sögunnar uppfærslur og endurbætur af ýmsum toga fyrir liðinn Yfirborðsréttingar í CABAS.

Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CABAS með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.

Samantekt á útgáfuupplýsingum í júní

  • CABAS: Yfirborðsréttingar - Nú er hægt að reikna út fleiri atriði fyrir sama varahlutinn
  • CABAS: Yfirborðsréttingar - Textareitur í hverri línu í Yfirborðsréttingar
  • CABAS: Ný tákn og tengill á notkunarleiðbeiningar fyrir GLER
  • CABAS: Aðskilin skýrsla um „Önnur málun“ í útreikningum CABAS

CABAS: Yfirborðsréttingar - Nú er hægt að reikna út fleiri atriði fyrir sama varahlutinn

Hægt er að reikna út fleiri atriði fyrir einn og sama varahlutinn í liðnum Yfirborðsréttingar í þessari útgáfu af CABAS.

Til dæmis:
Ökutæki er með afar tjónað afturbretti (eða fremri hluta þess, svokallað „fremra fals (sjá mynd)“) og frekara tjón aftarlega á afturbrettinu. Byrjað er á því að velja skipti á fremri hlutanum „Fremra fals“:

Því næst er hægrismellt á viðeigandi varahlut fyrir afturbrettið („Aftara fals“ í okkar tilviki) og síðan er úrræðið „Yfirborðsréttingar“ valið. CABAS tilgreinir að þegar sé búið að reikna út annað atriði fyrir sama varahlutanúmer:

Þegar spurningunni er svarað með „Já“ opnast um leið valgluggi fyrir Yfirborðsréttingar til að færa inn önnur atriði tjónsins:

Þegar svarglugga fyrir Yfirborðsréttingar er lokað birtast báðar aðgerðir („skipta um fremri hluta afturbrettis“, rauð ör neðst) og „Setja tjón afturbrettis inn í Yfirborðsréttingar “ (blá ör neðst) á eitt og sama varahlutanúmerið (rauður rammi neðst):

CABAS: Yfirborðsréttingar - Textareitur í hverri línu í Yfirborðsréttingar

Ábendingar hafa borist um að varahlutaheiti kunna að vera óljós eftir að við kynntum nýjan lið fyrir Yfirborðsréttingar til sögunnar í CABAS fyrir ári síðan. Þar af leiðandi hefur verið settur inn textareitur fyrir hverja línu sem búin er til í svarglugga fyrir Yfirborðsréttingar.

Hægt er að nota þessa eiginleika á tvo vegu:

Í fyrra dæminu er um tvenns skonar tjón að ræða í kringum dyrakarmana. Fyrsta línan í liðnum Yfirborðsréttingar vísar í tjónið á botnstykkinu og önnur línan í liðnum Yfirborðsréttingar vísar í skaðann á A-stólpanum til að rennismiðurinn og tjónaskoðunarmaðurinn VITI hvar ökutækið er tjónað.

Í öðru dæminu hér að neðan er um þrenns skonar tjón að ræða á afturbretti en tilgreina verður hvaða lína í liðnum Yfirborðsréttingar tilheyrir hverju tjóni fyrir sig.

Athugið að ekki er hægt að nota eftirfarandi tákn í textareitnum:
! " # ¤ % & ( ) = ? ` ^ * £ $ { [ ] } \ ´ ¨ ' < > | + § ½

CABAS: Ný tákn og tengill á notkunarleiðbeiningar fyrir GLER

Nú er nýtt tákn fyrir gler í CABAS með tengli á notkunarleiðbeiningar:

CABAS: Aðskilin skýrsla um „Önnur málun“ í útreikningum í CABAS

Í þessari útgáfu er búin til aðskilin skýrsla um „Önnur málun“ í útreikningum í málun. Slíkt einfaldar málin fyrir aðila sem mála ökutækið og tjónaskoðunaraðila tryggingafélagsins. Þetta birtist áður sem heildarsumma í útreikningum málunar.

© Copyright 2024 CAB Group