Language
 • International
 • Svenska
 • Norsk
 • Suomi
 • Finlandssvenska
 • Dansk
 • Deutsch
 • Íslensk
 • Eesti keel
 • Latviešu valoda
 • Lietuvių
CAB
Meny
Stäng

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR, FEBRÚAR 2022

Engar sjáanlegar breytingar er að finna í febrúarútgáfu CAB Plan. Við unnum í staðinn að því að leysa vandamál sem notendur okkar hafa tilkynnt um. Mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa kerfið fyrir flutning í nýtt stýrikerfi. Þetta verður gert með aukaútgáfu í byrjun mars. Í tengslum við þetta verður rekstrarstöðvun skipulögð.

Aukaútgáfa með fyrirhugaðri rekstrarstöðvun í mars 2022

Frá kl. 17:00 föstudaginn 4. mars til kl. 22:59 sunnudaginn 6. mars 2022 fer fram víðtæk viðhaldsvinna hjá CAB, sem hefur áhrif á flesta þjónustuþætti okkar, þar á meðal CABAS og CAB-Plan. Þar af leiðir að þessir þjónustuþættir verða ekki í boði á tilgreindu tímabili. Lestu meira um rekstrarstöðvunina hér: https://cabgroup.se/int/cab-group/system/timabundin-lokun.html Länk till annan webbplats.

Það er okkur líka mikið ánægjuefni að taka í notkun alveg glænýtt forrit fyrir stimplun viðgerðarverkefna, CAB Plan Repair . Forritið er veftengt og gefur kost á tímastimplun með annað hvort farsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CABAS með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.

Samantekt á útgáfuupplýsingum, Febrúar

CAB Plan: Við kynnum CAB Plan Repair!

CAB Plan Repair — veftengd lausn fyrir stimplun viðgerðarverkefna

Nú er líka í boði nýtt veftengt forrit fyrir stimplun viðgerðarverkefna, CAB Plan Repair. Þar höfum við safnað saman allri virkni og upplýsingum sem tæknimaður þarf til að geta afgreitt verkefni sitt.. Forritið er veftengt og það gefur kost á tímastimplun með annað hvort farsíma, spjaldtölvu eða tölvu.

Auðvitað er einnig möguleiki á að undirrita atriði í stafræna gátlistanum. Margir hafa beðið um þannig lausn fyrir farsíma.

Með nýju virkninni er hægt að hlutastimpla lökkunarþætti. Þetta gerir þér kleift að sjá til dæmis að tveir af þremur hlutum séu lakkaðir og tilbúnir. Önnur nýjung er sú að tæknimaður getur valið að taka alveg yfir verkefni sem einhverjum öðrum hefur verið úthlutað. Ekki þarf að endurskipuleggja verkefnið í CAB Plan fyrst eins og áður var raunin.

Farsímalausnin sem var til staðar fyrir - TimeTracker appið, verður áfram í boði á fyrri hluta ársins 2022 en að því´búnu verður hún lögð niður.

Þú notar CAB Plan Repair með því að smella á hlekkinn hér að neðan og skrá þig síðan inn með sama notandanafni og lykilorði og áður.

https://automotive-repair.cabgroup.net/ Länk till annan webbplats.

© Copyright 2024 CAB Group