Language
 • International
 • Svenska
 • Norsk
 • Suomi
 • Finlandssvenska
 • Dansk
 • Deutsch
 • Íslensk
 • Eesti keel
 • Latviešu valoda
 • Lietuvių
CAB
Meny
Stäng
Knowledge,
optimized.
 • IS_new_login_CSP CAAS 2021

Athugaðu innskráningarupplýsingar þínar

Frá og með 23. október þarftu að hafa þitt notandanafn og lykilorð til að skrá þig inn á CABAS, CAB Plan og önnur kerfi okkar sem tengjast viðgerðum ökutækja. Við kynnum síðar nýja aðferð til innskráningar. Kerfið man ekki upplýsingar þínar. Þú þarft að færa þær inn handvirkt þegar þú skráir þig inn í fyrsta skipti.

Við kynnum einnig nýja tækni til að fella innskráninguna inn í CAB þjónustugáttina. Þetta tryggir samfellda tölvuvinnslu þar sem þú þarft ekki að skipta á milli viðskiptavinar og vafra. Microsoft Edge WebView2 þarf að vera uppsett í tölvu þinni svo þetta virki rétt.

Mikilvægt!

Þetta verður gert að lögboðnu kerfisskilyrði vorið 2022. Við kynnum nákvæma dagsetningu síðar. Núverandi innskráning á vefinn verður í boði þangað til.

Þetta þarft þú að gera fyrir 23. október

Hvers vegna gerir CAB þetta?

Breytingin er afleiðing þess að rekstur miðlæga innskráningarkerfisins okkar (CaaS) var flutt í skýjaþjónustu Microsoft Azure. Við þurfum að nýta okkur þær aðgerðir sem þar eru í boði til þess að geta uppfyllt þær kröfur sem þú sem viðskiptavinur gerir til okkar..

WebView2 veitir okkur tækifæri til að kynna nýja tækni í CABAS og CAB Plan, til viðbótar þægilegri innskráningu. Þetta auðveldar okkur að bæta notendaupplifunina fyrir þig sem viðskiptavin í uppfærslum til framtíðar litið.

CAB og gögnin þín

Upplýsingaöryggi er forgangsverkefni hjá CAB. Breytingin sem við gerum núna felur í sér flutning og meðferð innskráningarupplýsinga (notandanafn og lykilorð í dulkóðuðu formi) í skýjaþjónustu Microsoft Azure. Við tökum gagnaöryggi þitt mjög alvarlega og breytingin miðar að því að vernda gögn þín enn betur en áður. Við erum ISO / IEC 27001 vottuð og vinnum stöðugt að því að tryggja stöðugleika og öryggi í kerfum okkar.

Kynntu þér betur stefnu okkar um persónuvernd. Länk till annan webbplats, öppnas i nytt fönster.

Frekari upplýsingar

Svona breytir þú lykilorði í CABAS og CAB Plan

Kynntu þér betur hvernig breyta á lykilorði þínu á stuðningssíðum okkar. Pdf, 182.8 kB, öppnas i nytt fönster.

Svona á að setja upp WebView2

Sæktu WebView2 með „Evergreen Standalone Installer“ hér. Länk till annan webbplats.

Notið þið Citrix?

Fyrirtæki sem keyra CABAS með Citrix þurfa að lagfæra stillingar sínar að því að útiloka WebView2 frá svokölluðum Citrix-krækjum. Nánari upplýsingar má finna hjá Citrix https://support.citrix.com/article/CTX107825 Länk till annan webbplats.

Vafrar sem mælt er með til innskráningar

Við mælum með Chrome eða Edge vafra svo innskráning virki. Internet Explorer 11 virkar fyrst um sinn en þar sem Microsoft hætti smám saman að styðja hann frá 20. nóvember 2020 mælum við með því að hann sé ekki notaður.

Hafa samband

Hafðu samband við support@cabas.is ef þú vilt spyrja einhvers eða þarft hjálp við innskráningu.

© Copyright 2024 CAB Group