ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR, APRÍL 2021
Í aprílútgáfunni kynnum við nokkrar nýjungar í CABAS, þar á meðal vistar kerfið skráningargögn fyrir meðfylgjandi myndir í útreikningunum.
Við kynnum einnig nokkur önnur nýmæli sem hægt er að lesa meira um hér að neðan.
Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CABAS með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.
Samantekt á útgáfuupplýsingum, Apríl
CABAS: Skráningargögn meðfylgjandi mynda
CABAS: Kennitala fyrirtækis birtist í CABAS og á útprentunum útreikninga
CABAS: Skráning upphafs- og lokadagsetninga þegar eigandi ökutækis notar ökutæki sitt eftir skráninguko komudags
CABAS: Áminning þegar slökkt er á „Sjálfvirkt málningarval"
CABAS: Möguleiki á að senda áætlanir frá upphafssíðu gerð óvirk
CABAS: Nýr skilyrtur reitur fyrir tjónamat á vélaskemmdum
CABAS: Kerfið vistar og birtir skráningargögn fyrir meðfylgjandi myndir
Það hefur orðið sífellt algengara að tryggingafélagið og verkstæðið noti eigin myndir eiganda ökutækisins af skemmdunum. Nú er hægt að bæta við og vista skráningargögn myndarinnar í útreikningunum til að tryggja að myndin hafi ekki verið tekin áður en tilkynnt tjón átti sér stað. Það þýðir að það er hægt að sjá tíma (dag- og tímasetningu) þegar myndin var tekin, sem og hvar hún var tekin með GPS hnitum hennar (breiddar- og lengdargráða).
CABAS: Kennitala fyrirtækis birtist í CABAS og á útprentunum útreikninga
Frá og með þessari uppfærslu höfum við gert kennitölur réttingar-, plast- og málningarverkstæða sýnileg í útreikningum. Í útreikningnum koma kennitölur fram í „Verkstæði og taxtar" undir flipanum „Viðgerð":
Á öllum útprentunum útreikninga og vistuðum PDF-skrám með niðurstöðum útreiknings er þó aðeins sýnd kennitala réttingarverkstæðisins í síðufæti, þar sem réttingarverkstæði er ábyrgt fyrir viðgerðarverkefninu jafnvel þótt þú sért t.d. með utanaðkomandi plast og málningarverkstæði sem undirverktaka.
CABAS: Skráning upphafs- og lokadagsetninga þegar eigandi ökutækis notar ökutæki sitt eftir skráða komudagsetningu
Stundum þarf eigandi ökutækisins að nota ökutækið eftir bráðabirgðaviðgerð á meðan verkstæðið bíður eftir varahlutum. Þess vegna höfum við nú gert það mögulegt að skrá það tímabil sem eigandi ökutækis notar það eftir móttökudag verkstæðisins. Aðgerðin nýtist verkstæði og tryggingafélagi í þeim tilvikum þar sem ökutæki er tryggt gegn því að vera í kyrrstöðu.
Hafðu í huga að færa þarf tímabilið inn handvirkt þar sem enginn útreikningur daga er gerður.
CABAS: Áminning þegar slökkt er á „Sjálfvirkt málningarval"
Við höfum kosið að hafa sýnilega áminningu í CABAS þegar slökkt er á sjálfvirku málningarvali.
Áminningin birtist í eftirfarandi svargluggum: Varahlutir, Yfirborðsrétting og Málun.
CABAS: Möguleiki á að senda áætlanir frá upphafssíðu gerð óvirk
Héðan í frá er eina leiðin til að senda áætlun til tryggingafélagsins með að „Senda til tryggingafélags ...“ úr valmyndinni „Senda / deila áætlun“ innan áætlunarinnar.
Við slökktum á virkni þess að senda áætlanir (með því að hægrismella) frá upphafssíðu CABAS vegna þess að þessi aðgerð getur læst æaætlun fyrir frekari vinnu í CABAS.
CABAS: Nýr skilyrtur reitur fyrir tjónamat á vélaskemmdum
Við útreikning á áætlun um skemmdir á vél, verður nú að gefa upplýsingar ef ökutækinu hefur verið þjónað í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru af bílaframleiðandanum. Ef þjónustukröfum er fylgt og ábyrgðartími frá framleiðanda bílsins er gildur skaltu merkja við réttan valkost fyrir „Þjónustað samkvæmt þjónustuáætlun”.
Ef enginn valkostur er valinn, er reiturinn auðkenndur með rauðum ramma (sjá að neðan) og þú munt ekki geta reiknað út áætlunina.
Vinsamlegast athugaðu að núverandi áætlun sem er *merkt verður að uppfæra með þessum upplýsingum áður en áætlun er send til vátryggingafélaga!
(* vísar til áætlana sem voru sendar fyrir 17. apríl en hafa ekki fengið svar frá tryggingafélaginu)