Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Deutsch
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
  • Lietuvių
CAB
Meny
Stäng

Útgáfuupplýsingar CAB Plan, apríl 2021

Í CAB Plan útgáfunni fyrir apríl höfum við varið miklum tíma í að leiðrétta þekkta ónákvæmni ásamt því að bæta afköst og öryggi.

Þetta er lokaáfanginn við að þróa nýja forritið ætlað tæknimönnum, CAB Repair, og við skilum því bráðlega inn til staðfestingaprófana á völdum verkstæðum.

Forritið er einnig þróað í tjónaskoðunargáttinni sem mörg verkstæði og tryggingafélög nota. Með útgáfu okkar í júní þarf eigandi ökutækis ekki að bóka skoðunartíma en getur þess í stað sent upplýsingar og myndir sem verkstæðið færir beint yfir í CAB Plan.

Eftir lestur er hægt að nálgast útgáfuupplýsingar í CAB Plan með því að smella á táknið „Útgáfuupplýsingar" efst í hægra horni á efri valstiku.

Samantekt á útgáfuupplýsingum CAB Plan, apríl

CAB Plan: Sýna næsta virka dag í flæðiskjásíu
CAB Plan: Skráning breyttra símanúmera í málinu

CAB Plan: Sýna næsta virka dag í flæðiskjásíu

Valið í síunni sem áður hét „Á morgun" hefur breytt um nafn og heitir nú „Næsti virkur dagur". Hafir þú valið stillinguna „Næsti virkur dagur" birtist næsti dagur, sé einhver tæknimaður að störfum þá, en sé til dæmis föstudagur og enginn að störfum laugardag og sunnudag, birtist mánudagur.

CAB Plan: Skráning breyttra símanúmera í málinu

Þegar upplýsingar eru uppfærðar í máli með t.d. nýjum útreikningi hverfa eldri upplýsingar. Margir notendur hafa haft samband og beðið um að símanúmerið sem breytt var verði áfram sýnilegt. Við höfum því bætt þeim upplýsingum við málaskrána.

© Copyright 2024 CAB Group