Language
  • International
  • Svenska
  • Norsk
  • Suomi
  • Finlandssvenska
  • Dansk
  • Íslensk
  • Eesti keel
  • Latviešu valoda
MEPS
Felligluggi
Loka

  • Heimasíðu
  • / Tíðindi
  • / MEPS Loftlagsútreikningar Einföld leið til sjálfbærniskýrslugerðar

MEPS Loftlagsútreikningar: Einföld leið til sjálfbærniskýrslugerðar

MEPS Loftlagsútreikningar er fyrsta þjónustan á Norðurlöndum sem reiknar sjálfkrafa út loftslagsáhrif viðgerða á fasteignum. Þjónustan er hluti af MEPS, staðalkerfi tryggingaiðnaðarins fyrir tjónaviðgerðir á fasteignum. Hún er aðgengileg hjá tryggingafélögum á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum og auðveldar fyrirtækjum að sinna sjálfbærnismálum.

Vaxandi kröfur um sjálfbærni og skýrslugerð

Sjálfbærni hefur orðið lykilatriði í norrænum tryggingaiðnaði, þar sem yfirvöld krefjast nákvæmra skýrslna um losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kallar á áreiðanleg gögn, sem MEPS loftlagsútreikningar veitir. Maria Eriksson, verktaki hjá CAB og drifkraftur í þróun loftslagsútreikninga, segir:

„Í MEPS verkbeiðnum er mikið magn gagna safnað sem styður notendur við að greina og hagræða aðgerðum. MEPS Loftlags útreikningar bætir við nýrri vídd sem styrkir sjálfbærnivinnu við viðgerðir á fasteignatjónum. Gögnin skapa meðvitund um loftslagsáhrif fasteignatjóns og hjálpa notendum að taka upplýstari og sjálfbærari ákvarðanir.“

Hagnýting MEPS loftslagsgagna

Jenny Fagerdahl, vörusérfræðingur hjá CAB, var meðal þeirra sem hóf verkefnið. Hún segir hvernig gögnin eru nýtt alfarið í höndum viðskiptavina:

„Við eigum reglulega viðræður við fyrirtæki, sem sýna mikinn áhuga á því hvernig loftslagsútreikningsgögn geta styrkt sjálfbærniskýrslugerð. Það tekur þó tíma að safna nægum gögnum til að draga marktækar ályktanir. Fyrirtækin eru að átta sig á því hvaða gögn þau vilja greina dýpra.“

Maria Eriksson bendir á hvernig loftslagsútreikningar geta haft áhrif í framtíðinni:

„Til dæmis má greina hvaða efnisval eða viðgerðaraðferðir hafa mest áhrif á losun koltvísýringsígilda síðan aðlagað sínar aðferðir til að draga úr útblæstri. Í samskiptum við viðskiptavin mætti sýna fram á að aðgerð eins og viðgerð að hluta á gólfi skilar minni losun miðað við að skipta um allt gólfið.“

Samstarf við IVL um loftslagsútreikninga

CAB Group vann í samráði við IVL að uppsetningu loftslagsútreikninganna. Jenny Fagerdahl útskýrir:

„Loftslagsútreikningurinn sýnir hversu mörg kíló koltvísýringsígilda hver hluti verkbeiðninnar stendur fyrir, þar á meðal efni, orkunotkun, farþegaflutninga og efnisflutninga.“

Sjálfbærar lausnir frá CAB Group

CAB Group veitir einnig sjálfbærniþjónustu á öðrum sviðum, svo sem við tjónaviðgerðir bifreiða með CABAS loftlagsútreikningum. Með þessum lausnum hjálpar fyrirtækið viðskiptavinum sínum að taka upplýstar og sjálfbærar ákvarðanir.

© Copyright 2025 CAB Group