Þessi persónuverndarstefna lýsir því hvernig CAB fer með persónuupplýsingar þínar og gildir þegar þú notar vörur frá CAB eða hefur samband við okkur eftir öðrum leiðum.
CAB Group AB, kt. 556131–2223, er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna og ber ábyrgð á að slík vinnsla fari fram á öruggan og löglegan hátt.
Úrvinnsla CAB á persónuupplýsingum þínum er í samræmi við lög og gegnir fyrst og fremst því hlutverki að uppfylla samning sem þú, eða vinnuveitandi þinn, ert aðili að. Undantekning á þessu er þegar þú hefur ekki gert við okkur samning heldur leitar til okkar með spurningar sem snúa að stjórnun eða til að fá aðstoð hjá notendaþjónustu, en í þeim tilvikum er lagalegur grundvöllur byggður á hagsmunamati. Hyggist CAB vinna úr persónuupplýsingum þínum í hvers kyns tilgangi sem krefst samþykkis þíns samkvæmt gildandi lögum munum við leita samþykkis hjá þér áður.
CAB safnar persónuupplýsingum sem þú lætur okkur meðal annars í té þegar þú pantar vörur, notar vörur eða leitar til notendaþjónustu okkar. Þegar þú hringir í notendaþjónustu okkar kunnum við einnig að taka símtalið upp og nota upptökuna við þjálfun og þróunarvinnu innanhúss. Við söfnum þar með og vistum allar persónuupplýsingar sem koma fram meðan á samtalinu stendur. Þú hefur rétt á að fara fram á að símtal sé ekki tekið upp. Þú hefur einnig rétt á að fara fram á að upptöku verði eytt.
Í sumum tilvikum gefa einstaklingar upp persónuupplýsingar um einn eða fleiri aðila til viðbótar. Við gerum ráð fyrir að sá sem veitir upplýsingarnar hafi samþykki viðkomandi aðila til að veita þessar persónuupplýsingar.
Persónuupplýsingar sem unnið er úr eru meðal annars notandanafn, nafn, netfang, símanúmer, póstfang, fæðingardagur, innheimtuupplýsingar, IP-tala og/eða aðrar upplýsingar sem þú veittir okkur eða eru á annan hátt nauðsynlegar fyrir okkur til þess að geta uppfyllt skuldbindingar okkar gagnvart þér.
Við kunnum að nota persónuupplýsingar þínar í eftirfarandi tilgangi:
Eingöngu CAB og fulltrúar okkar á sviði persónuupplýsinga munu vinna úr persónuupplýsingum þínum. Fulltrúar sem falið er að vinna úr persónuupplýsingum eru ávallt bundnir af skriflegum samningum fyrir fulltrúa á sviði persónuupplýsinga sem leggja á þá sömu skyldur varðandi vinnslu persónuupplýsinga og kveðið er á um í þessari persónuverndarstefnu.
CAB flytur persónuupplýsingar aðeins til ríkja utan ESB/EES ef viðkomandi ríki býður upp á það sem Evrópusambandið eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skilgreinir sem fullnægjandi vernd, eða ef það er sérstaklega tekið fram þegar þú veitir okkur persónuupplýsingar.
Við afhendum persónuupplýsingar ekki til annarra fyrirtækja nema að okkur beri skylda til þess samkvæmt lögum, reglugerðum eða ákvörðunum stjórnvalda eða til að vernda réttindi okkar eða réttindi þriðja aðila.
Við miðlum persónuupplýsingum þínum hvorki áfram né seljum þær til þriðja aðila vegna markaðssetningar.
Persónuupplýsingar þínar verða vistaðar eins lengi og nauðsynlegt er til þess að við getum uppfyllt skuldbindingar okkar gagnvart þér eða vinnuveitanda þínum.
CAB hefur gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að hindra að persónuupplýsingar þínar glatist, átt sé við þær eða að óviðkomandi fái aðgang að þeim. Við lögum öryggisráðstafanir okkar stöðugt að nýjustu tækniþróun.
Þú hefur hvenær sem er rétt á að fara fram á að fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar um þig við höfum undir höndum (þér að kostnaðarlausu einu sinni á ári).
Þú hefur hvenær sem er rétt á að fara fram á að upplýsingum um þig verði eytt, bætt verði við þær eða þær leiðréttar þér að kostnaðarlausu. Þú hefur einnig rétt á að fara fram á að eingöngu sé unnið úr persónuupplýsingum þínum í ákveðnum tilgangi og að þær séu til dæmis ekki notaðar í auglýsingaskyni. Hins vegar getum við ekki eytt upplýsingunum um þig í þeim tilvikum þar sem lög kveða á um varðveisluskyldu, svo sem í reglum um varðveislu bókhaldsgagna.
Ef persónuupplýsingar þínar breytast skaltu vinsamlegast tilkynna CAB um það með því að senda okkur skilaboð. CAB ber ekki ábyrgð á vandamálum sem rekja má til þess að persónuupplýsingar séu úreltar eða rangar ef þú hefur vanrækt að tilkynna okkur um breytingar.
Beiðni þín skal vera skrifleg, með undirskrift þinni og í henni skulu koma fram nafn, netfang, símanúmer, póstfang, kennitala fyrirtækis og CID. Þetta er nauðsynlegt til að tryggja að við afhendum réttum aðila upplýsingarnar.
CAB Group AB
Att: Personuppgiftsbehandling
Stortorget 11
702 11 Örebro, Svíþjóð
Upplýsingarnar verða sendar á lögheimili þitt.
Þú hefur jafnframt rétt á að leggja fram kvörtun hjá þar til bærum persónuverndaryfirvöldum.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi það hvernig við förum með persónuupplýsingar er þér alltaf velkomið að hafa samband við okkur!
CAB Group AB
Att: Personuppgiftsbehandling
Stortorget 11
702 11 Örebro, Svíþjóð
Þessi persónuverndarstefna tekur gildi 2018-01-01.
© Copyright 2022 CAB Group